Tvítug í formi

tvitugiformi@hotmail.com

föstudagur, nóvember 12

Hamingja hamingja

Ég veit ekki hvort það er einhver eftir hérna ennþá sem les þetta blogg mitt þar sem ég er ekki beint duglegust við að skrifa en það er hellingur búinn að gerast hjá mér sem ég varð bara að segja ykkur frá. Í fyrsta lagi þá er ég búin að léttast um 10 kíló síðan ég var hérna síðast. Eitthvað gerðist innra með mér sem gerði það að verkum að ég fann viljastyrkinn aftur. Eða það var ég sem fann mér upp leið sem gerði það að verkum að ég gat þetta. Svona gerði ég þetta:

Klukkutíma brennsla á morgnana 6x í viku og lyftingar 2x í viku
Fyrsta máltíð klukkutíma eftir hreyfingu og þá yfirleitt cheerios eða kornfleggs
Um miðjan dag fæ ég mér skyr og banana
Um kl. 6 fæ ég mér 100-150 g af súkkulaðirúsínum
Salat í kvöldmat

Laugardagar eru svo NAMMIDAGAR og þá borða ég hvað sem ég vil

Núna er ég að vinna í því að losa mig við súkkulaðirúsínurnar...

Bara að láta ykkur vita að stundum er alltílagi að fara óhefðbundnar leiðir ef það hentar manni :)

fimmtudagur, september 30

Þunglyndi....

Lilja skrifaði komment hér fyrir neðan sem ég fór aðeins að hugsa um. Auðvitað er maður allavega pínulítið þunglyndur stundum yfir því að vera aðeins of þungur og ekki í því formi sem maður vill vera í. Það er svo ömurlegt að eiga flott föt inní skáp sem maður passar illa í eða þá að ætla að fara í búðir og kaupa sér eitthvað flott og maður finnur gjörsamlega ekkert. En er eitthvað til sem heitir að grenna sig á röngum forsendum? Ef ég veit að ég mun verða aðeins sáttari með mig í betra formi, þýðir það þá ekki að það mun allavega gera líf mitt aðeins skemmtilegra og ég mun njóta þess betur? Ég veit alveg að það að grennast mun ekki breyta öllu til hins betra í mínu lífi og bægja öllum vandamálum frá, en þá er þó allavega það vandamál úr sögunni og ég hugsa að ég muni hafa meira sjálfstraust til að takast á við hin! Ég er allavega ekki að grenna mig á röngum forsendum því ég er a.m.k. 10 kg of þung miðað við mig og það er óhollt.

Ég er samt alls ekkert ósátt við mig í dag, ég veit alveg að ég á helling af góðum kostum. Ég á frábærar vinkonur sem taka mér nákvæmlega eins og ég er, ég veit alveg að ég þyki mikill húmoristi og fólk sækist eftir mínum vinskap. Svoleiðis að ég er ekkert að halda að megrun muni gera mig frábæra, heldur bara mun ég líta betur út :)

föstudagur, september 24

3 mánaða átak

Á morgun ætla ég að byrja í 3 mánaða átakinu mínu. Ég ætla að vera rosalega hörð við mig á meðan ég verð í því, þá meina ég virkilega hörð. Ég ætla að sleppa áfengi algjörlega, nammi algjörlega, gosi algjörlega (líka sykurlausu), brauði algjörlega, óhollum skyndibita algjörlega, ís algjörlega. Óhugsandi? Ónei. Alls ekki. Að þessu loknu ætla ég að vera orðin 70 kg og ekki grammi meira. Þó svo að ég verði í átaki þá ætla ég nú samt ekki að tapa gleðinni, helst ætla ég á djammið (edrú auðvitað) hverja einustu helgi, njóta þess að verða sífellt flottari og flottari á því, gera eins mikið fyrir sjálfa mig og ég get og vera eins mikið með vinkonum mínum og ég get. Hamingjan er nefninlega svo mikið meira en að borða mat. Ég er líka farin að vinna á nýjum stað þar sem er bara seldur skyndibiti, maður fær að borða að vild á meðan maður er í vinnunni! Hættulegt? Nei ég held ekki. Ekki meðan ég ven mig strax á að borða ekkert meðan ég er að vinna.

Vitiði það stúlkur að þrátt fyrir að ég hafi lagt aðeins af og svona þá er líðanin bara ekki eftir því. Í rauninni þá líður mér verr núna en þegar ég var 90 kg til dæmis. Þetta háir mér á allan hátt. Ég hef ekki sjálfstraustið í að vera með strákum því ég held alltaf að í raun og veru vilji þeir mig ekki. Þó svo að það sé ekki málið. Hefði getað farið í kvöld að hitta einn ótrúlega sætan og flottan strák, mér finnst hann bara yndislegur, fínn og frábær.. en tilhugsunin um það að HANN vildi MIG svona einsog ég lít út skelfdi mig. Ég held að mér eigi eftir að líða svona alveg þar til mér finnst ég orðin nægilega flott til að öðrum geti fundist það og þessi staðreynd hryggir mig svolítið. Ég þoli ekki hvað ég fæ miklar bollukinnar ef ég fitna, verð alveg eins og rjómabolla. Ef ég er grönn fæ ég kinnbein og verð mikið sætari.

Ég er líka að hugsa um að gera breytingu á bloggstílnum mínum. Ég ætla alltaf að skrifa plan kvöldið áður, fyrir daginn eftir! Er það ekki sniðugt? Þá getið þið fylgst með því hvað ég ætla að gera og hvort ég standi ekki örugglega við það!

Er þetta ekki bara sniðugt hjá mér? Kannski finnst ykkur matseðillinn svolítið strangur! Það finnst mér líka. En ég er að setja sjálfa mig í þvílíka prófraun og ég vil sýna sjálfri mér og öðrum að ég hafi þann aga, skipulag og dugnaðarsemi sem þarf í þetta. Þetta eru 15 kíló sem skilja á milli þess hvort mér finnist ég flott og sæt, eða þá ekki flott og ekki sæt. 15 kíló eru ekki svo mikið samanber sumt fólk sem þurfa að losa sig við hátt í 60 kg. Ballið byrjar allt á morgun 25.september, ég set inn á eftir plan fyrir morgundaginn.

þriðjudagur, september 21

Ný staðfest þyngd: 84,7 kíló!!! Algjör snilld, gargandi snilld!!! Get ekki mælt sentimetrana þar sem málbandið mitt er horfið á vit feðra sinna en kannski að ég splæsi í nýtt. Það er samt alveg ljóst að það er hellingur sem er farið, buxur sem ég keypti þegar ég var feitust(og komst ekki í!!!)eru orðnar of víðar núna! Ég verð samt að viðurkenna að ég hef aðeins verið að fá mér nammi, kannski svona 3x síðan 25.ágúst en hef litlar áhyggjur af því þar sem fíkillinn í mér er á undanhaldi. Ég er samt að fara í 3 mánaða átak sem byrjar 25.september og stendur til 25.desember og ég ætla að vera komin niður í 70 kíló þá. Við erum nokkrar vinkonur sem erum í þessu saman, það verður ótrúlega gaman!! Ég er ótrúlega dugleg að fara í ræktina, reyndar náði ég mér í flensu þannig ég hef ekkert getað hreyft mig síðustu 2 dagana.. ég vona að mér fari að batna!!! Vildi bara láta vita af mér...

miðvikudagur, september 8

Hæhæ og takk fyrir áhyggjurnar ;) . Í dag eru 2 vikur frá því að ég hætti að borða nammi og það gengur svona líka vel! Reyndar leyfi ég mér súkkulaðirúsínur ef ég er alveg að drepast. En ég er ekkert svo mikill fíkill í þær svo það er allt í góðu. Hef líka hreyft mig á hverjum degi og er byrjuð í boxtímum, hversu mikil snilld er það?? Ég er í kringum 85 kíló. Keypti mér íþróttagalla í gær í stærð 40 og hann er geðveikt flottur. Það líka stefnir í að ég fari að passa í gallabuxurnar mínar í stærð 32. Kannski eftir svona 4-5 kíló. Ég ætla ekkert að stressa mig á mataræðinu núna fyrsta mánuðinn, þá meina ég samt ekki að ég verði í pizzum og hamborgurum alla daga. Ég verð á feitu djammi næstu helgi, ball bæði kvöldin og það verður líklega drukkið líka. Síðan er afmæli þarnæstu helgi sem ég verð líklega að drekka í líka. Svo að fram til 25.september ætla ég bara að halda mér einsog ég er núna, hreyfa mig á hverjum degi og sleppa namminu. Hugsa að ég ætli bara að hafa takmark að vera 85 kíló þá. Þá er ég nú líka búin að léttast um tæplega 5 kíló á fyrsta mánuðinum!!!!

fimmtudagur, september 2

2.september 2004

Hjúkket að gærdagurinn er liðinn. Ég missti mig sko alveg í mat, kökur og súkkulaðirúsínur (sem ég var samt búin að ákveða að ætla að leyfa mér á frjálsum degi). En eitt kom mér gríðarlega á óvart og það er að mér leið illa af þessu öllu saman og saknaði þess að borða ekki hollt og líða vel. Það er tilfinning sem ég hef ekki fundið í 8 mánuði. Fyndið samt að ég sat þarna í mestum makindum þegar yfirþjónninn á staðnum kemur uppað mér og bauð mér vinnu alveg uppúr þurru! Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. En svona var dagurinn í dag:

Hreyfing:
09:00-10:20
Bretti 15 mínútur
Stigi 30 mínútur
Hjól 10 mínútur
Stigi 10 mínútur
Bretti 5 mínútur

Mataræði:
Kl.08:00 Nokkrir bitar af rauðu epli
Kl.13:00 Brauðkringla og létt jógúrt jarðaberja
Kl.16:00 King pot kjúklingasveppanúðlur
Kl.19:30 Kea bananasplitt skyr og kiwi

Fínn dagur en núðlurnar eru örugglega alveg rosalega fitandi.

miðvikudagur, september 1

1.september 2004

Verð að játa eitt samviskunnar vegna. Ég er að fara út að borða í kvöld á ofsalega fínan stað og ég býst við því að borða frekar mikið. Ég ætla að fá mér súpu sem er alveg rosalega matarmikil og örugglega brauð með. Ég og vinkona mín sem er að fara með mér og er með mér í smá átaki erum búnar að sættast á það að hafa frjálsan dag í dag og sleppa honum næsta sunnudag. Maður verður nú að vera svolítið sveigjanlegur og ekki alveg láta átakið stjórna sér. Þá er það komið á hreint.

Hreyfing:
06:10-07:10
Bretti 15 mínútur
Stigi 33 mínútur
Hjól 7 mínútur

Mataræði:
Ætla að sleppa að skrifa það í dag því dagurinn er rétt hálfnaður og guð má vita hvernig hann verður. En ég ætla allavega að njóta þess að fara út að borða.

Og nei, ég er ekki á leiðinni í neina frjálsa daga vitleysu einsog síðast. Núna er alveg sjálfsstjórnin og viljastyrkurinn í lagi þó svo að maður hliðri þessu aðeins til.

Afrakstur vikunnar

Það fóru 4,1 kíló þessa vikuna og ég er því orðin 85,9 kg. Ég fór 7x í ræktina og ég borðaði ekkert nammi. Ég er alveg ótrúlega ánægð og sátt með mig.